Lucky Records er stærsta plötubúð á Íslandi og býður upp á ótrúlegt úrval af tónlist á vínyl og geisladiskum, bæði nýjum og notuðum. Í dag má finna yfir 50.000 titla, allt frá djassi til sálartónlistar, funk og afrobeat, popp og rokk, raftónlist, pönk og nýbylgju, kántrý og klassíska tónlist og allan skalann þar á milli. Einnig bjóðum við uppá plaköt og DVD myndir, þætti og tónleika í miklu úrvali.
Verslunin er staðsett á Rauðarárstíg 10, við hliðina á Mathöllinni á Hlemmi.
Í netversluninni okkar er einnig hægt að nálgast allar nýjar plötur og diska sem í boði eru.
Að sjálfsögðu er ókeypis Wi-Fi internet tenging og ávallt heitt á könnunni.